VÖRUSAGA

Þér er velkomið að hafa samband við Sigurlaugu Helgadóttur ef þig langar að spyrja nánar út í reynslu hennar.

Netfang hennar er sigurlaug71@simnet.is

Það er óheimilt að afrita sögu eða hluta úr sögu án leyfis.

Clean 9 virkar | Sigurlaug Helgadóttir

Ég hef alltaf verið mjög grönn, full af lífi og orku. Þegar ég var 13 ára datt ég niður stiga og braut blöðkur í hryggjaliðnum. Ég vann mig alltaf í gegn um sársaukann en svo kom að því að það dugði ekki til. Árið 2003 var ég látin hætta að vinna vegna baksins og vefjagigtar þá aðeins 32 ára. Hægt og rólega komu svo kílóin hvert af öðru og því fleiri sem kílóin urðu átti ég erfiðara með að hreyfa mig. Ástamt því að kílóin komu stækkuðu fötin í fataskápnum auðvitað með. Ég fór úr stærð 36 í 38 og svo koll af kolli þar til um áramót var ég komin í stærð 46. Þegar ég vaknaði á morgnana langaði mig ekkert fram úr rúminu hvað þá að klæða mig. Í Janúar 2013 ákvað ég að svona vildi ég ekki lifa, því þetta var sko ekkert líf.

 

7. jan 2013 steig ég á vigtina í fyrsta skiptið í mörg ár og var þá orðin 82,6 kg. Ég byrjaði á Clean 9 og fylgdi prógamminu samviskusamlega, breytti mataræðinu og hreyfði mig meira. Ég fór samt ekki út í neinar öfgar. Ég hélt áfram að taka vörurnar þá sérstaklega safann, Argi+, probiotic, omega og Lean, breytti mataræðinu þannig að það hentaði allri fjölskyldunni, fékk mér svo bara einu sinni á diskinn osfrv. Hreyfingin var í formi göngu og léttum æfingum, fann æfingar í því sem ég gerði dags daglega. Ég hætti t.d. að fara í lyftu nema á 5. hæð eða meira, beygði mig 2-3svar niður (í hnjánum) áður en ég tók eitthvað upp og fleira í þeim dúr. Svo gerði ég léttar æfingar í 30 mínútur á dag. Smátt og smátt fóru kílóin að fjúka eitt af öðru. Í júlí sama ár var ég búin að missa 18,1 kg eða 27,6% af sjálfri mér. Ég meira segja keypti mér pils í stærð 38, ekkert smá montin með það. Mér hefur sjaldan liðið betur en ég geri núna.

Forever Living Products Íslandi ehf

Hlíðasmári 17, 201 Kópavogur

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Instagram Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Vimeo Icon