VÖRUSAGA

Þér er velkomið að hafa samband við Karitas Óskarsdóttur ef þig langar að spyrja nánar út í reynslu hennar.

Netfang hennar er karitasoskarsdottir@gmail.com

Það er óheimilt að afrita sögu eða hluta úr sögu án leyfis viðkomandi.

Nýtt líf með Aloe Vera | Karitas Óskarsdóttir

   Ég heiti Karitas Óskarsdóttir og er 24 ára. Ég vinn sem einka- og hóptíma þjálfari hjá Hreyfingu og starfa einnig sem flugfreyja á sumrin hjá Icelandair.

 

   Ég er búin að vera með mikið magavesen síðan ég man eftir mér, búin að fá þessi og hin vítamin, jurtablöndur og lyf sem gera ekki mikið gagn fyrir magann á mér, búin að breyta framm og til baka í matarræðinu, taka hitt og þetta út. Loksins er ég búin að finna ágætlega út úr því hvað hentar mínum maga alls ekki. 

   Ég er með IBS sem er iðraólga í ristlinum, oftast sagt ristilkrampar sem er að hrjá aðra hverja konu í dag. Iðraólga lýsir sér þannig að ég fæ mikla stingi í allan magann, alveg neðst í maganum stundum alveg upp undir brjóst og aftan í bak. Kramparnir leiða mikið út um allt, uppþemba og útblásinn magi.

   Þegar ég var að fljuga í sumar vildi ég að ég væri búin að kynnast Aloe Vera safanum sem ég tek núna daglega á fastandi maga. Áður en ég byrjaði að taka hann fann ég til í maganum daglega, ég var orðin vön því og tók bara á því daglega. Síðan ég fór að drekka Aloe Vera safann á morgnanna á fastandi maga hef ég ekki fundið fyrir uppþembu eða ristilbólgu einkennum. Magnað að finna svona mikinn mun á maganum á stuttum tíma, ég sem var orðin vön því að finna fyrir daglega og þannig séð hætt að kippa mér upp við það, hugsaði alltaf hvað var ég núna að borða!

   Ég sleppi að sjálfsögðu því sem fer í ílla í magann á mér en Aloe Vera safinn húðar á mér magann áður en ég fæ mér að borða. Ég myndi segja að Aloe Vera safinn er að undirbúa mig undir fæðu dagsins og ver ristilinn.

Hlakka til að sjá hvernig safinn mun bjarga mér í sumar með fluginu því flugið hefur mikil áhrif á stoðkerfið hjá okkur. 

   Ef þú ert að kljást við eitthvað magavandamál mæli ég með Aloe Vera, því ekki að prófa og  sjá hversu góð áhrif hann hefur á magann. Stoðkerfið okkar skiptir höfuð máli, að hafa það í lagi daglega! 

Forever Living Products Íslandi ehf

Hlíðasmári 17, 201 Kópavogur

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Instagram Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Vimeo Icon